aabx1a2aw-1.gif

Heim | Tamning Hamstra | Hamstra Bækur | Um Got hjá Dverghamstra Ræktunini | Hamstrar til sölu | linkar við gæludýrverslanir | hamstrarnir okkar | Gömlu hamstrarnir okkar | Minningasíða um Hamstra | Fæða hamstra | Allar Tegundir Dverghamstra | Sjúkdómar og lyf

aexveld-1-copy.gif

12670388_2005092114210065024500.jpg

Fríkaðir-Dverghamstrar ræktunin hófst hjá okkur fyrir 2 árum . Tegundirnar sem við erum að rækta og erum með eru Campbell's, Rúsneskur winter white ,Roborovski og Safír dverghamstrar + Kínverskir dverghamstrar þanig erum við með allar tegundir dverghamstra til ræktunar . Þetta er svona  lítil kósý heimaræktun þar sem velferð dýrana okkar er í fyrir rúmi  .

Dverghamstrar eru fullkomin gæludýr fyrir þá sem aldrei hafa átt nein og þeir geta lifað í 2-3 ár. Þeir passa inn í lófann á þér og eru elskulegir og sætir og að hugsa um þá getur verið mjög skemmtilegt, auðvellt og ódýrt. þeir eru mjög lyktalitir sem mér  finst mikil kostur . En auðvita þarf að þrífa í kringum þessi litlu grey .

img_0022.jpg

Hér eru búrinn sem við létum gera fyrir hamstranna.

img_0025.jpg

Við notum eitt herbergi undir þessa hamstra ræktunina ferlega notalegt.

img_0086.jpg

img_0021.jpg

Hér eru fleiri myndir  af búrunum og munu verða fleiri .

img_0057.jpg

Frábær búr tvískipt og rúmgóð .

img_0087.jpg

b.jpg

Dverghamstrar eru algeng gæludýr um allan heim. Þeir geta lifað 1/2 -3 ár mest .Eru þetta skemmtileg gæludýr með mikin persónuleika .Algengustu sjúkdómar hamstra eru augnsýkingar, maurar og lýs, kvef og lungnasýkingar. Hamstrar éta nýtt gras, hey, hrátt grænmeti og ávexti. Melónur og sellerí þykja hömstrum góðir aukabitar. Auk þess þurfa þeir korn á hverjum degi. Þeir þurfa að hafa fóður allan sólarhringinn og alltaf skal haft ferskt vatn hjá þeim. Til eru margar tegundir af hömstrum, en algengustu tegundirnar af dverghömstum eru Campbell's, Rúsneskur winter white ,Roborovski og Safír dverghamstrar . kínveskir ,

Hamstrar lifa villtir í Evrópu og Asíu, við ár þar sem þeir grafa sér göng. Hamstrar sofa á daginn en hreyfa sig á nóttunni og þarf að taka tillit til þess þegar þeim er valinn staður á heimili. Best er að búrin séu sem stærst. Dverghamstrar Kynþroski 4-5 vikna Hentugir til ræktunar er þegar þeir eru tilbúnir. Ástæðan fyrir því að hamstrar eru iðnastir á næturnar, hvort heldur er við leik eða næringaröflun, er sú að þeir eru svokölluð næturdýr eins og flest önnur nagdýr. Næturdýr velja, eins og nafnið gefur til kynna, nóttina fram yfir daginn til athafna.

Ástæðunnar fyrir þessu atferli er eflaust að leita í langri þróunarsögu nagdýra þar sem sterkt náttúrulegt val hefur verið fyrir því að dýrin athafni sig á næturnar. Þannig er fæðunám, mökun eða hvers kyns leikur öruggari í skjóli náttmyrkursins þar sem minni líkur eru á að rándýr á borð við ýmsa ránfugla komi auga á næturdýrin og hremmi þau.

Þetta næturatferli er alþekkt hjá músum og rottum í Evrópu, meðal annars hér á landi. Rannsóknir hafa sýnt að þessi næturvirkni hamstra er svo rótgróin að tilraunahamstrar sýna sömu dægurvirkni þó að þeir séu hafðir í herbergi eða búri þar sem birta er alltaf hin sama, það er að segja að þeir eru eftir sem áður fjörugir á næturnar en sofa á daginn.

Það sem verkar svona sterkt á hamstra hefur verið nefnt líkamsklukka eða innri klukka (e. internal clock). Þessi klukka getur bæði haft áhrif á dægurbundið og árstíðabundið atferli. Á undanförnum árum hefur athygli líffræðinga beinst í vaxandi mæli að þessu fyrirbæri. Sérstaklega á það við um rannsóknir á fari hinna ýmsu hópa dýra, svo sem fugla, spendýra og jafnvel skordýra, sem og öðrum árstíðabundnum atferlisþáttum dýra.

Hver er meðgöngutími hamstra?

Til hamstra teljast 18 tegundir spendýra af ættbálki nagdýra (Rodentia) og þær hafa ekki allar sama meðgöngutíma.

hamstur  er ein vinsælasta sem gæludýr. Ef spyrjandi á við hana er meðgöngutími hennar um 20 dagar. hamstrar eiga vanalega fimm til sjö unga sem fæðast blindir og hárlausir.

Aðrar tegundir hamstra eins og evrópski hamsturinn og dverghamstur hafa örlítið lengri meðgöngutíma eða um 20 daga.


Derghamsturinn

er agnarsmár, aðeins um 8 cm á lengd. Andstæt hamstrinum er hann hópdýr og líður bezt með öðrum hamstri, sama kyns eða af gagnstæðu kyni. Vandamál er þó fylgjandi því að hafa tvo dverghamstra saman af sama kyni þeim geta komið illa saman, að hafa par getur verið  erfit því kerlingin getur gotið á 3ja vikna fresti!

Hamstrar

eru sérstaklega meðfærilegir og eiga það til að bíta en það hægt að venja þá af því. Sé hamsturinn gæfur, er í lagi að taka hann upp og halda á honum í lófanum. Gæta verður þó þess að hann detti ekki niður, því hamstrar eru snöggir í snúningum og fallið getur verið hátt fyrir lítið dýr og afleiðingarnar ófyrirsjáanlegar. Sé hamsturinn hins vegar mótfallinn allri handfjötlun, verður að grípa hann í hnakkaskinnið með þumal- og vísifingri.

Mörgum eigendum hamstra bregður í brún sjái þeir hamsturinn éta eigin saur, en það er þeim eiginlegt og bætir nýtinguna á B- og K-vítamínum.



Nokkrar staðreyndir
 Stærð 8-
(10 cm).

Kvendýr
karldýr  Oft Stæri

Líftími:
1 - 3 ár

Líkamshiti
37 - 38°C

Púls
250 - 500/mín.

Gangferill
4 dagar

Meðganga
18-20 dagar

Fjöldi unga í goti:
5 - 9

Augu opnast:
15 daga

Á spena:
20 - 25 daga

Kynþroskaaldur:
Kvendýr 4 - 6 vikna,
karldýr 6 - 8 vikna

Dagleg vatnsþörf:
10 - 15 ml á dag (fullorðin dýr).

Dagleg fóðurþörf:
15-20 g á dag (fullorðin dýr).






Aðbúnaður
Nauðsynlegt er að hamstrar hafi eitthvað fyrir stafni og sé séð fyrir afþreyingu í búrinu, t.d. hlaupahjóli, rörgöngum og trjágreinum til að klifra í og naga. Einnig er mikilvægt að hafa svefnkofa (15cm x 15cm x 10 cm) í búrinu með opi (u.þ.b. 5 x 5 cm), og t.d. fínt hey sem þeir draga í húsið svo þeir geti falið sig frá umheiminum á daginn.





Hitastig: Kjörhiti hamstra er á bilinu 18º og 26ºC. Sé hitastig á bilinu 5° - 15°C hægist á líkamsstarfsemi hamstranna, en fari hitinn niður fyrir 5°C leggjast þeir í dvala, og er þá hjartsláttur og öndun er vart merkjanleg.



Búr

Stærð búra (lágmarksstærð): Grunnflötur 180cm2 og hæð 35 cm.

Búrin verða að standast útrásarþörf hamstranna því þeir naga allt í sundur sem hægt er. Búr fyrir dverghamstra verða að vera með mjög þéttum möskvum því þeir smjúga alls staðar út, reyndar er bezt að hafa þá í heilum plastbúrum. Í búrinu verður að vera gott pláss fyrir afþreyingu, rör (pappahólkarnir undan eldhúsrúllunum eru tilvaldir til afþreyingar) og svefnhúsið þeirra.





Fóður
, þar af 16-24% hráprótín, 60-65 % kolvetni og 4-5 % fita. Á markaðnum er til sérstakt hamstrafóður sem uppfyllir daglega fóðurþörf hamstra (músa- og rottufóður hentar einnig hömstrum). En auk tilbúna fóðursins er mikilvægt að gefa hömstrum ávexti og grænmeti, svo sem kál, gulrætur, epli, perur og ber. Skemmt fóður og snöggar fóðurbreytingar geta valdið litlum hamstri alvarlegum meltingartruflunum sem geta jafnvel leitt hann til dauða. Því er mikilvægt að fylgjast vel með fóðurbyrgðum hamstursins sem úldna eða skemmist auðveldlega eins og t.d. grænmeti og ávöxtum og fjarlægja þær reglulega. Hamsturinn verður alltaf að hafa aðgang að fersku vatni (10 – 15 ml. á dag) og því er bezt að endurnýja vatnið daglega.

Undaneldi hamstrar verða fljótt kynþroska og er meðgöngutíminn með því skemmsta sem þekkist hjá spendýrum. Hamstrakerlingar gjóta árið um kring og viðkoman getur því verið mikil. Eigi að para hamstra, er bezt að hleypa kvendýrinu inn til karldýrsins, því kerlingin er mun grimmari en karldýrið og fylgjast náið með þeim á meðan. Æskilegast er að þau séu saman aðeins stutta stund í einu (nokkra tíma í senn) og endurtaka heldur pörunin aftur næsta dag. Gæta verður þess að kvendýr með unga á spena fái alhliða, vandað fóður sem inniheldur öll næringarefnin auk grænmetis og ávaxta. Ungarnir byrja að éta fasta fæðu þegar þeir eru um viku gamlir og vatn þegar þeir eru 10 daga gamlir.

Það er því mikilvægt að þeir komist auðveldlega í vatns- og fæðuskálarnar.



Helstu sjúkdómar:

Tannslit:
Sumt er tekið frá Vísindavefurinn greinin meðgögutími hamstra .


0_61_061228_siberian_hamsters.jpg

Fríkaðir-Dverghamstrar Ræktunin
Reykjavík

Sími 845-9949

 

353753314_41c1dab493.jpg

aascriverestilografica.jpg

e-mail baruk@internet.is

2281203625_ba291b259a.jpg

alogoooo.gif

1139070711_a548412db9_m.jpg

Hamstrar eru krúttleg dýr.

2332588689_0a4918d75b_m.jpg

100 mismunandi tegundum hamstra sem eru útbreiddar um allan heim

428397370_6b717870f6_m.jpg

Venjulegir Dverghamstrar geta átt unga alveg frá 3-6 vikna aldri og uppúr nema Robrorvoski það æskilegt að þeir séu þriggja mánaða minnst þó þeir geta átt miklu fyrr , þeir verða kynþroska  3-6 vikna aldri .

524982087_3a10d5144e.jpg

Gott að fara svona í bað

1517229393_3c08dd0c99_m.jpg

Ummm upphalds hamborgarinn minn.

mouseknit-776468.jpg

Maður verður að vera dugleg að prjóna á barnabörnin mín þau eru svo mörg. 

08c12e17-f0bc-4b97-a100-6151c5d8af35.jpg

Maður verður  nú að halda upp á afmæli sitt þau eru nú bara þrjú.

ahamster1yg.jpg

Þetta er lífið að vera kúl og ferðast .

ano_porn.gif

'Eg er ferlega óhress með þessa klámauglýsingu efst á síðunni sem kemur þegar þú ert búin að gera heimasíðuna ekkert klám takk fyrir.

abxaafrik-w-1.gif